Spring Cleaning.....

Jæja, búinn að druslast til að gera vorhreingerningarnar á svefnherbeginu, breytti því enn einu sinni. Þegar ég upplifi svona daga þá þakka ég fyrir að vera einn, sem sagt ekki í í sambandi.

Eins og ég hef sagt þá er ég óttalega skrítinn og upplifi mig sjálfann eða sjálfa sem öðruvísi einstakling. Ég hef lengi dreymt um að verða ástfanginn eða ástfangna af þessum "special" maka. En ég vil ekki ást, ég hef oft fengið "offers" en ég hef alltaf bakkað, svo ég held að ég einn af þessum sem munu ganga lífsins veg einn!

Jæja, ætla hætta núna og horfa á "Kingdom Hospital"!


Ósköp getur maður verið ruglaður....

Klukkan 23:38 í gærkvöldi, hvað helduru að ég hafið gert. Ég fór að taka til í stofunni. Hún er voðalega fín og flott núna en ég stórlega efast um að hún haldist hrein lengi, "come on" ég er eftir allt saman ennþá ég, he he!

Ég sat og var að horfa á "soap" og gat ekki hætt að horfa á allt ruslið í kringum mig, amma hefði orðið brjáluð! Svo að loks stóð ég upp og byrjaði að týna upp rusl og tók svo hillurnar og dustaði þær og sópaði svo gólfin! Voða fínt og flott núna og já, tók niður jólaskrautið, jólaljósin úr stofuglugganum líka, það er bara apríl sko. he he

Ég hef undanfarið verið mikið að pæla í skólamálum, hvort að maður ætti að læra eitthvað, en hvað? Ég hef áhuga á tónlist, ætti ég kannski að læra eitthvað með tónlist og því um líkt? Ég hef gaman að leiklist, ætti ég kannski að skoða það? Skrifstofumál? Tölvur? Æ, ég veit það ekki!


Þegar ég var búinn til....

Þegar ég var búinn til, þá gerðist eitthvað!

Ég er einn, aleinn! Þannig hef ég það alveg ágætt svo lengi sem ég hef tónlistina mína og sjónvarpsefnið mitt. Ég var á Kanarý í heilann mánuð í febrúar og hef aldrei verið jafn aumingjalegur, ég er tiltölulega lokuð manneskja en þarna lokaðist ég alveg, grét uppúr þurru. Fékk svona smá forsmekk af því hvernig lífið verður eftir að amma og afi eru farin. Pabbi vinkonu minnar var að deyja ekki alls fyrir löngu og það fékk mig til að hugsa um að tíminn sem ég hef með afa og ömmu er að styttast!

Eins og ég var opinn krakki þá er ég alveg rosalega lokaður fullorðinn einstaklingur. Ég tala við vini mína í vinnunni annars myndi ég ábyggilega ekki eiga neina vini! Þegar ég er ekki að vinna þá held ég mér bara heima og lifi í allt öðrum, heimi fullur af stjörnuhliðum, ástum og gervifjölskyldum! Svo stundum sit ég bara og hlusta á Celine, Bette, Billie Jo og læt tilfinningarnar líða yfir mig.

Ég vildi óska þess að ég gæti farið aftur og verið aftur barn. Það er allt í rugli núna. Líkami minn er í "total shutdown mode", Ristillinn er að byrja að bila aftur, beinverkir alla daga og hausverkur! Ég hef aldrei átt eins auðvelt með að gráta síðan að ég kom heim frá kanarý! Þessi ferð átti að gera mér gott en gerði frekar það öfuga! Nína vinkona hefur verið þrjósk og komið nokkrum sinnum í heimsókn, ekki misskilja mig ég elska hana út í gegn en eins og ég er að verða verri og verri, búinn að byggja svolleiðis múrvegg í kringum mig, ég verð bara pirraður og reiður, mest út í sjálfann mig fyrir að hugsa svona!

Síðast þegar ég heyrði þá er á afi á batavegi, ég er alveg afskaplegar glaður með það! Vonandi fer amma þá að hugsa betur um sig, fyrst að afi er að verða betri! Ég varð svoldið hræddur um hana, þar sem hún hætti að hugsa um sig yfir veikindin hans afa. Ég vissi að mamma var ekki tilbúin að taka afa frá okkur! Ég þakka henni kærlega fyrir það, þó að dagurinn í dag sé einn af þessum dögum sem mamma er lágt skrifuð hjá mér!

Mamma dó fyrir næstum 20 árum síðan, myrt af einhverjum djöfulsins helvítis andskotans hálvita sem ég vona muni aldrei upplifa hamingjusaman dag það sem eftir er! Samt af einhverjum ástæðum beinist alltaf reiði mín til mömmu, ég öskra á hana og mölva myndir af henni! Ég óska þess oft að ég hefði fengið að fara með henni núna er það meira að lifa fyrir ömmu, en vona nú samt að ég lifi ekki mikið lengur eftir að hún fer.

Hún amma mín er stuðningurinn minn, bakhjarl. Hefur alltaf verið þarna! Hún stóð við bakið á mér líka þegar ég og hún áttum erfitt saman, Ég get ekki hugsað mér að vera til án hennar! Systkyni mömmu eru alveg ágæt en ég á ekkert með þeim, þau horfa á mig sem það eina sem er eftir mömmu, Ég er ekki mamma, ég er krakkagrislingurinn hennar, sá sem gat jafnauðveldlega gert hana bálreiða sem og fjarska glaða! Ég held að það sé ekki mikill munur á mér og myndaramma þegar að systkynum mömmu er komið!

Pabbi er pabbi, alveg ágætur kall:) En ég kann ekkert, get ekkert þegar að honum er komið! Þegar í föðurfjölskyldu mína er litið þá er það Linda frænka og Anna Mamma sem ég get eitthvað talað við!

Þetta er nóg í bili!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband