Þegar ég horfi í spegilinn þá horfir á mig maður sem ég þekki ekki. Ef ég hugsa um sjálfa mig þá sé ég allt aðra manneskju, manneskju sem er glöð og happy! Ég er alltaf dansandi með seiðandi bros á vör. Ég skil mig sjálfa miklu betur, er ég leyfi mér að vera ég sjálf. Mér líður illa að þurfa alltaf að vera ljúga að fólki og það sem verra er að ljúga að sjálfri mér.
Veronika er fyrir því nafni sem ég tók upp fyrst og margir en þekkja mig undir.
Allý er fyrir mömmu sem vildi vera kölluð það.
I love you guys!
Bloggar | 19.10.2007 | 21:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég er staðráðin í að taka mig á og takast á við lífið með fullum krafti. Ég ætla sko ekki að gefast upp eða leyfa nokkurri manneskju að stoppa mig. Ég sé lífið mun bjartara í dag en ég hef gert í nokkuð langann tíma.
Ég sé mig sem sjálfa mig í fyrsta skipti. Svo virðist sem pabbi hafi séð mig líka. Hann og Anna mamma hafa víst talað saman um mig og hvað ég er. Ég varð hissa en samt glaður, pabbi sér mig Ég ætti kannski að taka kallinn í sátt og setjast niður með honum, bara passa að það sé ekki bolti í kassanum á meðan
. Alveg ótrúlegt hvað fólk sér þegar maður er að reyna að fela það.
Þannig að nú er það bara móðurfjölskyldan sem ég þarf að vinna mig uppí kjark til að ganga hreint til dyranna með. Ég veit að ég sagði að enginn muni stöðva mig, en þau eru amma mín, afi minn og frændsystkyni mín, þau skipta mig miklu máli. En ef satt skal segja þá er ég tilbúin að gera það sem ég ætla að gera með eða án þeirra, þó auðvitað væri það allt saman mikið auðveldara með þeirra stuðning.
Bloggar | 19.10.2007 | 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 19. október 2007
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Blogg sem ég skoða!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar