Þessi dagur byrjaði vel eða þannig séð, ég var auðvitað afskaplega þreytt er ég vaknaði en ég náði mér nú fljótt uppá strik. Ég vann á fullu til að verða hálf tíu í morgun en þá fór ég í bílatíma, þann fimmta . Svo mætti ég aftur í vinnuna rétt um korter yfir tíu. Venjulega eru þriðjudagar mjög slappur dagar en það var ekki beint svo með daginn í dag, en ég reddaði mér alveg sko
Ég er ekki enn hættur að drekka kók en ég er hættur að drekka kók í vinnunni. Hef ekki drukkið kók í vinnunni hvorki í dag né í gær Jeiiiii
Ég var mikið að hugsa í dag um hvernig ég á að fara að því að koma fram hreint við ömmu og afa, segja þeim hvað ég er að gera og fara að gera. Á ég að skrifa henni bréf eða á ég að hundskast mér suður. Ég veit að ákveðin frænka mín brennur í skinninu eftir að ég segji henni allt.
Bloggar | 23.10.2007 | 16:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag, eh reyndar í gær núna, þá opnaði ég mig fyrir annarri manneskju og mér líð nokkuð vel eftir á. Enda kvíður mér aðallega fyrir að opna mig fyrir ömmu og afa.
Ég hef tekið eftir því að dagarnir eru farnir að vera miklu léttari, auðveldara að "lifa" þá af ef svo má að orðum komast. Ég hef ekki fengið myrka hugsun síðan að ég talaði við hana Árný mína. Lífið er til þess að lifa því og ég er sko ekkert að fara.
Bloggar | 23.10.2007 | 00:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggfærslur 23. október 2007
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Blogg sem ég skoða!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar