Dagurinn í dag var alveg ágætur, vann í afgreiðslunni og það er ekki uppáhaldsstaðurinn minn í vinnunni en ég dílaði við það. Afgreiddi kúnnana og sagði strákunum fyrir verkum eins og einhver "Boss".
Svo kom ég heim, settist niður og sat í myrkrinu í klukkutíma eða svo, pældi hvað það væri sem væri að í lífi mínu. Ég veit að það eru ekki vinirnir, þær eru æðislegar stelpurnar mínar . Á hverjum degi þegar ég vakna, þá verð ég að finna ástæðu fyrir því að fara á fætur. Stundum þegar ég er í fríi, þá fer ég ekkert á fætur!
Það getur enginn skilið, að það er ekki hægt að hjálpa mér, ég verð að hjálpa mér sjálfur. Ég bara er ekkert svo viss um að mig langi til þess. Lífið er svo tilgangslaust, ég er einn! Ég er ekki að meina vinalaus eða langi í kærasta. Ég meina inní mér, ég er svo tómur! Einu alvöru tilfinningarnar sem ég finn eru reiði eða vonleysi. Ég þarf svo oft að gera upp í mér gleði og hlýju!
Ég er farinn að efast um sjálfann mig, ég er ekki að meina að mig langi að deyja, mig langar ekkert til þess að deyja. En það eru hlutir um mig sem ég hef alltaf trúað að væru ég en þeir eru það ekki, alla veganna ekki lengur, en hvernig segir maður fólkinu í kringum sig að maður sé búinn að vera að ljúga að þeim.
Ce' La Vie!
Bloggar | 8.9.2007 | 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggfærslur 8. september 2007
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Okt. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Blogg sem ég skoða!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar