Spring Cleaning.....

Jæja, búinn að druslast til að gera vorhreingerningarnar á svefnherbeginu, breytti því enn einu sinni. Þegar ég upplifi svona daga þá þakka ég fyrir að vera einn, sem sagt ekki í í sambandi.

Eins og ég hef sagt þá er ég óttalega skrítinn og upplifi mig sjálfann eða sjálfa sem öðruvísi einstakling. Ég hef lengi dreymt um að verða ástfanginn eða ástfangna af þessum "special" maka. En ég vil ekki ást, ég hef oft fengið "offers" en ég hef alltaf bakkað, svo ég held að ég einn af þessum sem munu ganga lífsins veg einn!

Jæja, ætla hætta núna og horfa á "Kingdom Hospital"!


Ósköp getur maður verið ruglaður....

Klukkan 23:38 í gærkvöldi, hvað helduru að ég hafið gert. Ég fór að taka til í stofunni. Hún er voðalega fín og flott núna en ég stórlega efast um að hún haldist hrein lengi, "come on" ég er eftir allt saman ennþá ég, he he!

Ég sat og var að horfa á "soap" og gat ekki hætt að horfa á allt ruslið í kringum mig, amma hefði orðið brjáluð! Svo að loks stóð ég upp og byrjaði að týna upp rusl og tók svo hillurnar og dustaði þær og sópaði svo gólfin! Voða fínt og flott núna og já, tók niður jólaskrautið, jólaljósin úr stofuglugganum líka, það er bara apríl sko. he he

Ég hef undanfarið verið mikið að pæla í skólamálum, hvort að maður ætti að læra eitthvað, en hvað? Ég hef áhuga á tónlist, ætti ég kannski að læra eitthvað með tónlist og því um líkt? Ég hef gaman að leiklist, ætti ég kannski að skoða það? Skrifstofumál? Tölvur? Æ, ég veit það ekki!


Bloggfærslur 9. apríl 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband