Æ Anskotinn, eitthvað verð ég að skrifa?

Guð, hvað ég er nú ánægður með að vera kominn í frí. Ég er algerlega úrvinda úr þreytu og lappirnar á mér eru eins og ég hafi dansað á glerbrotum.

Undanfarna 2 daga hef ég verið að drepast í maganum, bara sárir verkir og já..... loftleysingar! Ég er ekki alveg að skilja hvað líkaminn á mér er að hvabberast núna, þar sem ég er hættur í kók, er nú reyndar kominn í kók Zero, það er svona Pepsi Max Vífilfells. Ég vaknaði upp aðfaranótt dagsins í dag með svolleiðis knístandi verkjum í maganum að ég bara vissi ekki hvaðan að veðrinu stóð....

Ég þarf ekki að stressa mig neitt meira af íbúðarmálunum fyrir sunnan, amma er komin í málið og það messast sko enginn uppá á hana, ekki einu sinni afi.....alla veganna amma er æðisleg, hún er best.  Amma er sú eina sem alltaf hefur staðið við bakið á mér. Ekki var það alltaf svolleiðis en nú eru hlutirnir miklu betri. Vildi óska þess að ég og pabbi gætum verið svona nánir. Ég veit að pabba langar en hann bara kann það ekki og á minn hlut, þá get ég ekki bakkað, já ég er helvítis frekja!

Jæja góða nótt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Vona að bumbuberkirnir lagist sem fyrst, hérna liggja guttarnir mínir, 2 af 3, í gubbupest

Ég öfunda þig af ömmu þinni, hún virðist vera frábærust í heimi

Gerða Kristjáns, 15.3.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband