Bara draumórar!

"Draumur" Ég bý í stóru húsi, það er á þremur hæðum og hvítt á litinn. gluggakarmar utan og útidyr eru svartar að lit. Það eru gróskumiklir og stórir garðar, þeir að framan eru svona lystigarðar sem er meira horft á en minna um að vera í þeim, en garðarnir að aftan eru fjær því að stór og mikill gras"völlur" er fyrir aftan. þar er spilað krikket, buslað í stóru sunlauginni, slappað af í heita pottinum, setið og drukkið te. 

Innanhúslýsing: Í kjallaranum er vínkjallari, danssalur og leyniútgangur. Á fyrstu hæð er mikið og stórt eldhús, starfsmanna borðstofa, Fjölskyldu borðstofa, lystistofa, baðherbegi, bókasafn, skrifstofa (útfrá fyrstu hæð er gengið í starfsmannahýbýlin. Á annarri hæð er fjölskyldustofa, 2 baðherbegi, 2 setustofur og 4 svefnherbegi. Á þrifðu hæð er hjónaherbegið, hjónabaðherbegi, einkaskriftofa, fataherbegi, kvöldstofa með bar, 2 önnur baðherbegi og 4 önnur svefnherbegi. Háaloft er geymsla.

Ég á sjö börn á aldrinum 25 til 46, 3 stráka og 4 stelpur. Ég er líka amma 4 drengja og 3 stúlkna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gerða Kristjáns

Þetta eru fallegir draumórar Kúturinn minn

Gerða Kristjáns, 10.5.2007 kl. 00:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband