Í kvöld kom til mín gestur.
Við byrjuðum á að spjalla um allt og ekkert sem svo tók aðra stefnu. Ég komst að miklu í þessu spjalli og mitt eðlilega sjálf kom fram. Ég veit hvað ég þarf og langar til að gera. Draumarnir þurfa ekki að vera draumar, heldur get ég gert ýmislegt til að láta þá rætast. Ég fæ hjálp sem gerir þetta svo mikið auðveldara.
Ég veit að þetta verður erfitt, þá sérstaklega fyrir mig. Ég veit að ýmsir aðilar bæði vinir og vandamenn munu ekki skilja þetta en ég er ekki til að þóknast þeim. Ég vil gera þetta fyrir mig og bara mig.
Í huga mér er sú mynd sem segir hver ég er og ég girnist mig. Ég er "hot" og læt ekki fýlupúka eða fólk sem vill rífa mig niður á mig fá. Alveg ótrúlegt hvað gott spjall getur gert fyrir mann. Á um 4 tímum lærði ég stórkostlega mikið um sjálfa mig og ég sé mig eins og ég á að mér að vera.
Fjölskylda mín á eftir að bregðast verst við þessu en ég vona bara þeirra vegna að þau geti sætt sig við þetta allt saman. Ég er bara að vinna í mér og þau verða bara að sýna það að þau vilji að ég sé hamingjusamur þó að allt sé ekki eins og þau sáu fyrir sér.
Ég veit að andi mömmu er hjá mér og hún stendur 100% við bakið á mér. Og ég veit að Árný mun hjálpa mér og veita mér allann sá stuðning sem mig vantar.
I love you all and I know, deep down inside, you all love me ;)
Tónlistarspilari
Tenglar
Mínir tenglar
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Blogg sem ég skoða!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 6
- Frá upphafi: 23316
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ó já Lilli minn, ég geri allt sem ég get.... þú veist hvar ég er og hvernig á að ná í mig. Og JÁ ég elska þig líka
Árný Sesselja, 16.10.2007 kl. 22:06
Já já
viltu gjöru svo vel að skrifa mér mail hvað þú ert að gera veist að mér þykir alveg svakalega vænt um þig og ég eins og amma of afi þinn viljum þér allt það besta í lífinu svo mér fynnst ég alveg eiga það inni að þú skrifir mér bréf og segir mér hvaða breytingar eru á þér strákur love you Anna Ósk albesta frænka þín
Anna Ósk (IP-tala skráð) 17.10.2007 kl. 17:49
Þú veist hvar þú hefur mig ljúfur, elska þig líka :)
Gerða Kristjáns, 17.10.2007 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.